BLW er stytting á baby led weaning sem kallast á íslensku, barnið borðar sjálft.

Hugmyndin verður sífellt vinsælli meðal foreldra ungra barna, þar sem barnið fær að handleika fæðuna og setja hana upp í sig sjálft. Hugmyndin kemur frá heilsuhjúkrunarfræðingnum Gill Rapley þar sem hún rannsakaði aðferðina og komst að því að börn ættu ekki að byrja að borða fyrr en þau gætu sett fæðuna sjálf uppí sig án aðstoðar. Þeim þroska ná börn vanalega um 6 mánaða aldur, stundum fyrr og stundum seinna. 

Að leyfa barninu að stjórna ferðinni gerir matartímann skemmtilegri og ánægjulegri, einnig stuðlar aðferðin að hreyfiþroska og sérstaklega fínhreyfingum sem er gífurlega mikilvægt stig í þroska barna. 

Kostir BLW aðferðarinnar

  • Börnin læra að stoppa sjálf að borða þegar þau eru orðin södd
  • Þjálfar hreyfiþroska og þróar samhæfingu handa og augna
  • Þróar heilbrigðar og jákvæðar matarvenjur
  • Barnið fær að kynnast matnum í gegnum fleiri skynfæri, handleika matinn, þefa og skoða.

Aðferðin krefst þolinmæði foreldra, en það kemur flestum á óvart hvað börnin eru fljót að verða öruggari og sjálfstæðari við matartímann. Við heilluðumst að ezpz vörunum vegna þess hve vel þær henta BLW aðferðinni, snillingurinn @msdawnslp sem þróar vörur ezpz hefur hugsað út í allt niður í minnstu smáatriði svo barnið fær þau áhöld sem henta bæði í stærð og þyngd.

Hafir þú áhuga á meiri fróðleik um BLW-aðferðina mælum við með @solidstarts og @fingramatur á Instagram.

-

 

30. júní, 2022