Því sem barnið þitt verður eldra, mun vökvaþörf þess breytast. Barnið mun þurfa meira magn af vökva með matnum, snarli og jafnvel vatnssopa hér og þar yfir daginn. En hefur barnið þitt næga færni til að fara yfir í stærra glas? Sjáðu hvort barnið þitt er tilbúið í stærra glas og reyna þannig við næsta þroskaáfanga með eftirfarandi ráðum.

Developmental Age: ezpz er eina merkið á markaðnum sem þróar vörur sem henta fyrir ákveðin aldurs- og þroskastig barna. 

 

Er barnið þitt 24+ mánaða?

  • Ef svarið er já, þá er barnið þitt búið að ná þroska fyrir 236ml Happy Cup + Straw, en glasið hentar fullkomlega fyrir eldri börn. 

o   Á þessum aldri, 24+ mánaða er hæfilegt markmið að barnið geti drukkið sjálft úr opnu glasi án þess að sullist. Happy Cup er með þyngingu í botninum sem gerir glasið stöðugt og minnkar líkur á að sullist sem hjálpar barninu þínu að geta drukkið sjálfstætt. 

o   Um 12 mánaða aldur, með góðri æfingu á barnið að geta drukkið sjálft úr glasi þar sem sullast lítið. Glasið er hannað með ákveðnum eiginleikum sem eiga að hjálpa barninu og ná þannig að verða enn sjálfstæðara og ná framför í sinni vegferð að geta borðað og drukkið sjálft. 

Lip Rounding: Barnið lærir að gera stút á munninn við að drekka með röri, það er mikilvæg hreyfing að kunna til að drekka og gleypa örugglega. Er barnið þitt með færni til að gera stút í kringum rörið og drekka án þess að vökvi komist fram hjá?

  • Ef svarið er nei, þá mælum við með Mini Cup + Straw sem hefur skynjunarkúlur á rörinu. Skynjunarkúlurnar eru gífurlega hjálplegar fyrir barnið til að skilja og finna hvar er best að gera stút á rörinu. Þegar barnið hefur æft sig og er komið með góða tilfinningu, þá getur þú snúið rörinu við og sett öfugt ofan í glasið og barnið byrjar að æfa sig með rörið án skynjunarkúla. Það getur tekur nokkrar vikur fyrir barnið að ná þeirri færni almennilega.  
  • Ef svarið er já, þá er barnið þitt tilbúið að fara í Happy Cup + Straw. Þar eru einnig skynjunarkúlur á rörinu sem kemur sér vel fyrir fyrstu skiptin þar sem rörið er töluvert lengra og getur reynst ögn erfiðara að stjórna. Þegar barnið er orðið öruggt með stærra rör gerum við það sama, snúum rörinu við og notum án skynjunarkúla. 

Lip Closure: Að drekka úr opnu glasi er mikilvæg færni að kunna, sérstaklega þar sem það styrkir varir og þjálfar fyrir aðrar athafnir eins og að borða, drekka og tala. Nær barnið þitt að þrýsta vörunum utan um glasið þegar er drukkið svo ekkert slef eða vökvi fer fram hjá?

  • Ef svarið er nei, þá mælum við með að fjarlægja lok og rör af Mini Cup + Straw og leyfa barninu að æfa sig að drekka úr opnu glasinu og þjálfa þessa eiginleika. 
  • Er svarið er já, þá er barnið þitt tilbúið í Happy Cup + Straw. Fjarlægðu lok og rör og leyfðu barninu að æfa sig að drekka úr þessu enn stærra glasi sem passar fyrir munn og kjálka barnsins. Vertu viss um að glasið passi þægilega í munn barnsins, glasið á að ná alveg út í munnkverka. Ef glasið er of stórt er betra að færa sig aftur í Mini Cup + Straw og bíða í nokkrar vikur þar til barnið hefur stækkað ögn meira. 

 -

Það er stórt verkefni að læra að drekka úr opnu glasi og með röri sem getur reynst erfitt, langdregið og blautt. Mikilvægt er að vera þolinmóður, æfa oft og ítrekað, reyna að njóta ferlisins og muna að þetta er æfing.

 

Við vonum að þessi atriði hjálpi í vegferð ykkar að læra að drekka með röri og úr opnu glasi. Við elskum að sjá börnin æfa sig og ná sínum þroskaáföngum, endilega merktu okkur #babina.is á Instagram.

-

*Þýdd grein eftir Dawn Winkelmann, SPEECH LANGUAGE PATHOLOGIST & FEEDING SPECIALIST hjá ezpz. 

https://ezpzfun.com/blogs/feeding-tips/what-to-look-for-when-choosing-a-first-fork 

Happy Feeding!
Dawn Winkelmann, M.S, CCC-SLP
SPEECH LANGUAGE PATHOLOGIST & FEEDING SPECIALIST FOR EZPZ
Dawn Winkelmann (M.S, CCC-SLP) is ezpz’s Pediatric Speech-Language Pathologist and Feeding Specialist. She has 26 years of experience teaching parents and medical professionals how to start babies on solids safely and encourage toddlers to overcome picky eating. In addition, “Ms. Dawn” is the designer of our award-winning Tiny Cup & Tiny Spoon (for infants) and the Mini Cup + Straw Training System & Mini Utensils (for toddlers).

 

 

26. janúar, 2023