Afhverju að nota tvær skeiðar? Tiny Spoons ezpz/BLW
Þegar byrjað er að kynna barnið fyrir fastri fæðu, er mikilvægt að gefa barninu færi á að prófa sig áfram, snerta matinn og nota áhöldin við matartímann. Að geta notað skeið er stór áfangi í þroska barnsins og mikilvægt skref í ferlinu við að læra að borða sjálfstætt. Margir velta fyrir sér afhverju Tiny Spoons eru seldar tvær saman í pakka á meðan flestar barnaskeiðar á markaðnum eru seldar stakar. Hér ætlum við að fjalla um kosti þess að nota tvær skeiðar við matartímann.
Þú getur fyllt á aðra skeiðina á meðan barnið borðar úr hinni: Að vera með biðröð í gangi, þar sem þú setur mat á eina Tiny Spoon og réttir barninu (svo barnið geti sett skeiðina sjálfstætt í munninn) og fyllir svo á hina á meðan. Að vera með tvær skeiðar við þessa aðferð er mikilvægt vegna þess að barnið þitt mun líklega gera eitt af eftirfarandi:
- Gefa: Barnið tekur skeiðina sem þú ert að bjóða, borðar matinn og réttir þér svo skeiðina til baka. Vertu með hina skeiðina tilbúna með mat í og réttu barninu á móti.
- Heldur: Barnið tekur skeiðina sem þú ert að bjóða, borðar matinn og neitar að gefa þér skeiðina til baka. Þá hefur þú aðra skeið með mat á til að bjóða í skipti.
- Sleppir: Barnið tekur skeiðina sem þú ert að bjóða, borðar matinn og sleppir svo skeiðinni á borðið eða gólfið. Vertu þá með hina skeiðina tilbúna með mat á til að bjóða barninu.
Barnið sleppir skeiðinni: Á meðan barnið þitt er að æfa fínhreyfingar sínar við að halda á skeið sjálft og setja hana í munninn, þá mun skeiðin oft lenda á gólfinu sem er eðlilegt. Þá er sniðugt að vera með aðra skeið tilbúna til að rétta barninu svo það geti gert aðra tilraun og haldið áfram að borða. Þá kemstu líka hjá því að barnið bíði eftir viðbrögðum frá þér sem getur orðið að endurteknum leik við að missa skeiðina viljandi. Hér eru tillögur að viðbrögðum sem þú getur notað þegar barnið missir skeiðina í gólfið.
- Tillaga 1: Náðu fljótt í skeiðina sem datt í gólfið án þess að sýna nein viðbrögð eða andlitsvipi. Ef þú dregur einhverja athygli að skeiðinni sem datt í gólfið gæti barnið ályktað að þú sért að taka þátt í leiknum og heldur áfram að sleppa skeiðinni í gólfið svo þú munir taka hana upp. Aftur og aftur....
- Tillaga 2: Ekki taka skeiðina upp og hunsaðu hana algjörlega. Haltu matartímanum áfram með hinni skeiðinni. Barnið þitt mun fljótt komast upp á lagið með að nota skeiðina sjálft og þá er þetta vandamál úr sögunni.
Þú borðar með eins skeið og barnið: Þegar barnið þitt lærir að borða er mikilvægt að sýna barninu hvernig á að nota áhaldið, tyggja matinn og gleypa. Að vera með alveg eins skeið og barnið er frábær leið til að sýna hvernig á að setja skeiðina upp í munninn og borða matinn.
- Skref 1: Réttu barninu Tiny Spoon með eins mat á og þú ert að prófa.
- Skref 2: Notaðu Tiny Spoon 2 (með eins mat á) og sýndu barninu hvernig þú setur skeiðina upp í munn og ýktu vel hreyfingarnar við að tyggja og gleypa matinn. Barnið hermir svo eftir.
Tiny Spoons er hægt að kaupa tvær saman í pakka hér Tiny Spoons Twin-Pack, eða í frábæra settinu First Foods Set sem inniheldur allt sem þarf fyrir fyrsta matartímann, sjá hér First Foods Set.
Við elskum að sjá lítil kríli æfa sig að borða sjálf, endilega merktu okkur með #babina.is á Instagram.
Gangi ykkur vel :)