Það eru nokkur atriði sem er mikilvægt að hafa í huga við val á fyrsta gaffli barnsins svo barnið nái sínum þroskaáföngum á öruggan hátt. Hér ætlum við að fara í gegnum þau atriði.

 

  1. Hægt sé að skófla og stinga

Þegar þú velur fyrsta gaffal fyrir barnið þitt mælum við með að velja gaffal sem bæði er hægt að skófla með líkt og skeið og stinga með. Þegar barnið byrjar að læra á nýtt áhald eins og gaffal þar sem þarf að stinga matinn er auðveldara fyrir barnið að geta líka haft möguleika á að skófla matnum líkt og með skeið sem barnið hefur nú þegar lært. Það minnkar streitu og pirring hjá barninu meðan það er að æfa sig að nota gaffalinn og heldur barninu við efnið sem er að borða matinn, ekki að skipta endalaust á milli skeiðar og gaffals. Mini Utensils inniheldur gaffal sem bæði er auðvelt að skófla og stinga með.

Kostir sem gott er að hafa: eiginleiki að geta bæði skóflað og stungið matinn með sama áhaldinu.

 

  1.  Án samskeyta

Við mælum með að varast gaffla með hindrun á milli munnstykkis og handfangs, það kemur í veg fyrir að barnið læri af sjálfsdáðum hversu langt gaffallinn á að fara inn í munninn. Frekar viltu að barnið fái sjálft tilfinningu fyrir hversu langt gaffallinn á að fara og venst því sem er ótrúlega mikilvægt að kunna fyrir næstu stærð af gaffli.

Kostir sem er gott að hafa: gaffal án samskeyta svo barnið fái tilfinningu fyrir hversu langt gaffalinn má fara inn í munninn. 

 

  1. Rúnaðir endar

Stál og beitta enda er betra að varast ef þú vilt öruggt áhald. Þú vilt velja gaffal sem er nógu sterkur til að stinga í matinn en ekki nógu sterkur til að barnið geti meitt sig á andliti, tungu, vörum eða tannholdi. Börn um 12 mánaða aldur eru ennþá að læra að nota áhöld á öruggan hátt og því geta slysin gerst, því er betra að velja öruggt áhald þar til barnið hefur öðlast fullkomnari fínhreyfingar.

Kostir sem er gott að hafa: Rúnaðir endar sem ná að stinga matinn en geta ekki meitt barnið.

 

  1. Stærð á handfangi skiptir máli.

Að borða með gaffli er stór þroskaáfangi sem getur reynst barninu þreytandi að læra sérstaklega ef það fær gaffal sem er erfitt að halda á og stjórna. Til að auðvelda þeim verkið er best að hafa gaffal með stuttu, feitu og rúnuðu handfangi sem leggst í allan lófann. Mini Play Mat er sniðug fyrir börn sem eru að æfa sig með gaffal af því barnið hefur sex hólf á blóminu sem hægt er að stinga í mismunandi mat á. Fjölbreytnin gerir æfinguna skemmtilegri, ánægjulegri og vekur oft meiri áhuga hjá barninu. 

Kostir sem er gott að hafa: Stutt, feitt og rúnað handfang sem fellur í allan lófa barnsins.

 

Næstu skref: Þegar þú hefur valið fyrsta gaffalinn fyrir barnið þitt, mælum við eindregið með að hafa hann í boði við hvern matartíma. Það hvetur barnið til æfingar daglega og eykur sjálfstraust þeirra við að borða sjálft. Eftir vikur og mánuði af reglulegum og árangursríkum æfingum með fyrsta gafflinum, er barnið tilbúið að nota stærri gaffal. Við val á næsta stærð af gaffli mælum við með að velja einn með lengri tennur sem getur stungið í fleiri tegundir fæðu. Happy Fork er næsta stærð af gaffli og kemur í Happy Utensils Set, hentar vel til að halda ferlinu áfram við að læra að nota hnífapör á öruggan og skemmtilegan hátt.

 

Við vonum að þessi atriði hjálpi þér að velja besta gaffalinn fyrir þitt barn. Við elskum að sjá börnin æfa sig og ná sínum þroskaáföngum, endilega merktu okkur #babina.is á Instagram.

-

*Þýdd grein eftir Dawn Winkelmann, SPEECH LANGUAGE PATHOLOGIST & FEEDING SPECIALIST hjá ezpz.

https://ezpzfun.com/blogs/feeding-tips/what-to-look-for-when-choosing-a-first-fork 


Happy Feeding!

Dawn Winkelmann, M.S, CCC-SLP

SPEECH LANGUAGE PATHOLOGIST & FEEDING SPECIALIST FOR EZPZ

Dawn Winkelmann (M.S, CCC-SLP) is ezpz’s Pediatric Speech-Language Pathologist and Feeding Specialist. She has 26 years of experience teaching parents and medical professionals how to start babies on solids safely and encourage toddlers to overcome picky eating. In addition, “Ms. Dawn” is the designer of our award-winning Tiny Cup & Tiny Spoon (for infants) and the Mini Cup + Straw Training System & Mini Utensils (for toddlers).

 

10. janúar, 2023