🔁 Innköllun – Oral Development Tools
Hér hjá BABINA leggjum við mikla áherslu á gæði og öryggi þeirra vara sem við bjóðum viðskiptavinum okkar.
Við viljum vekja athygli á því að í kjölfar nýrrar ákvörðunar yfirvalda í Evrópu um að flokka Oral Development Tools sem leikfang, höfum við ákveðið að innkalla eftirfarandi vöru.
🧸 EZPZ Oral Development Tools
Hvers vegna er varan innkölluð?
Vörurnar voru upprunalega hannaðar sem munnþroskatól (oral development tools) og eru ekki hættulegar ef notaðar eru samkvæmt leiðbeiningum. Þær fela ekki í sér efnafræðilega áhættu.
Hins vegar, samkvæmt nýrri leikfangaflokkun, þarf að endurmeta notkun þeirra með tilliti til hugsanlegrar köfnunarhættu ef varan er notuð á rangan hátt, sérstaklega af ungum börnum.
Hvað ætti ég að gera?
Við biðjum viðskiptavini sem keyptu þessa vöru að:
-
Hætta notkun hennar tafarlaust.
-
Skila vörunni til okkar, endursendingar fara í gegnum Dropp hér
-
Við veitum að sjálfsögðu fulla endurgreiðslu.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og bendum á að þessi ákvörðun er tekin af öryggisástæðum og af ábyrgð gagnvart viðskiptavinum okkar og börnum þeirra.
Frekari upplýsingar fást í tölvupósti á babina@babina.is.
BABINA